06. september 2010
Fréttir
55. Fjórðungsþingi Vestfirðinga var slitið samkvæmt dagskrá á laugardag 4. september s.l.. Þingið var vel sótt, fulltrúar frá öllum sveitarfélögum Vestfjörðum mættu til þingsins eða 45 af 58 kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Þingið afgreiddi heildarályktun um málefni Vestfjarða verður hún kynnt nú síðar í dag. Góður rammi var um þingið í Félagsheimilinu á Hólmavík og spillti ekki að sjaldast hefur verið jafn gott veður og þessa þingdaga.