Fara í efni

58. Fjórðungsþingi frestað til 11. og 12. október

Fréttir
Höfnin í Norðurfirði
Höfnin í Norðurfirði

Fjórðungssamband Vestfirðinga tók þá ákvörðun þann 27. ágúst s.l., í samráði við oddvita Árneshrepps að fresta boðuðu Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem halda átti í Trékyllisvík í Árneshreppi föstudag 30. og laugardag 31. ágúst. Upphaflega var áætlað að fresta þinginu til 27. og 28. september en síðar kom í ljós að sú dagsetning rekst á við áður boðað íbúaþing á Bíldudal 28. og 29. september.

 

Ný dagsetning er því ákveðin föstudag 11. og laugardag 12. október, þingstaður, Félagsheimilið Árnesi, Trékyllisvík.Þingið verður boðað með nýrri dagskrá í annarri viku septembermánaðar, en reynt verður að halda dagskránni eins og hún hefur þegar verið boðuð, að þingið verði sett kl 9.00 á föstudegi 11. október og því slitið kl 15.00 laugardag 12. október.

 

Þinginu var frestað vegna norðan illviðris sem spáð var af Veðurstofu Íslands í byrjun þeirrar viku, spáð var mikilli úrkomu og hvassviðri eftir hádegi á föstudag og fram á laugardag. Einnig er spáð snjókomu á fjallvegum.