Fara í efni

68. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori - Edinborgarhúsinu á Ísafirði 12. apríl 2023

Fréttir

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á stjórnarfundi þann 15. febrúar s.l. að ‏þingið skyldi haldið 12. apríl nk í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Dagskrá er samkvæmt 9. gr samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga

1. Skýrsla stjórnar og rekstrareininga, sem FV ber ábyrgð á.
2. Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstrareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð á.
3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir líðandi starfsár.
4. Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
5. Kosning kjörnefndar fyrir haustþing á miðju kjörtímabili sveitarstjórna (á ekki við að þessu sinni)
6. Önnur mál löglega fram borin.
7. Frestun Fjórðungsþings Vestfirðinga

Þingið verður sett kl.14.30 og því slitið um kl 16.00.

Skráning og gögn má finna á heimasíðu Vestfjarðastofu – Skráning og gögn