04. apríl 2024
Fréttir
69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori verður haldið 10. apríl 2024 kl 12:00-16:30
Þingið verður haldið í Bryggjusal Edinborgarhúsins á Ísafirði.
- Skýrsla stjórnar og rekstrareininga, sem FV ber ábyrgð á.
- Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstrareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð á.
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir líðandi starfsár.
- Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
- Kosning kjörnefndar fyrir haustþing á miðju kjörtímabili sveitarstjórna (frestað)
- Önnur mál löglega fram borin.
- Boðun Fjórðungsþings að sumri í fjarfundi
- Undirbúningur breytinga á samþykktum og þingsköpum á haustþingi
- Kosning aðalmanns í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Kosning varamanns í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Kosning varamanns í fjárhagsnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Kynning á drögum að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða og drögum að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Vestfjarða
- Frestun Fjórðungsþings Vestfirðinga