Fara í efni

98 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða Sóknaráætlun Vestfjarða

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða rann út í gær. Alls bárust 98 umsóknir, þar af 37 til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna, 49 til menningarverkefna og 12 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Gaman er að sjá aukninguna sem varð á umsóknum á milli ára, en í fyrra bárust 78 umsóknir í sjóðinn. Til úthlutunar eru 60 milljónir króna sem er einnig talsverð aukning frá síðasta ári er upphæðin var 48.6 milljónir. Skýrist það af því að næsta ár er fyrsta ár í nýrri Sóknaráætlun og þess vegna ekki komnar inn verkefni sem styrkt eru yfir nokkurra ára tímabil. Einnig er inn í fjárhæðinni verkefnastyrkir sem ekki voru sóttir eða féllu niður þar sem verkefni komu ekki til framkvæmda.

Nú fara fagráð menningar og nýsköpunar yfir allar umsóknir og velja hvaða umsóknir skulu fá brautargengi. Síðan tekur Úthlutunarnefnd við og ákvarðar styrkupphæðir til valinna verkefna.

Niðurstaðna er að vænta í byrjun desember og verður úthlutunarhóf auglýst þegar nær dregur. Viljum við þakka umsækjendum kærlega fyrir góð viðbrögð og hlökkum við til að sjá hvaða spennandi verkefni koma til framkvæmda fyrir tilstuðlan styrkveitinga úr sjóðnum.