Fara í efni

Act Alone 2.-6. júlí í sumar

Fréttir

Fimmta Act alone hátíðin verður haldin á Ísafirði 2.-6. júlí næstkomandi og er aðgangur að hátíðinni ókeypis. Það er Kómedíuleikhúsið sem stendur fyrir leiklistarhátíðinni sem er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi. Hátíðin er helguð einleikjum og hefur vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Til gamans má geta þess að fyrr á árinu fékk Act alone Menningarverðlaun DV. Nánari upplýsingar um Act alone er á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net.

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði var stofnað árið 1997 og er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. Meðal leikverka sem leikhúsið hefur sett á svið má nefna Muggur (2002), Steinn Steinarr (2003), Gísli Súrsson (2005), Dimmalimm (2006) og Jólasveinar Grýlusynir (2007).