Nú er rúmlega eitt ár liðið síðan ný Sóknaráætlun tók gildi. Það má með sanni segja að margt hafi gengið eftir og stöðugt er verið að vinna að þeim markmiðum sem sett var í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 . Unnin hafa verið verkefni sem styrkja Nýsköpunar- og samfélgsmiðstöðvar í sessi, verkefni Vestfjarðavegar hefur gengið vel þrátt fyrir heimsfaraldur og sýnileiki Vestfjarða hefur aukist til muna.
Árið 2020 var sannarlega öðruvísi en önnur ár vegna heimsfaraldurs sem litaði líf allra það árið, en þrátt fyrir það gekk vel að framfylgja helstu áherslum og
markmiðum sóknaráætlunar og markmiðum samningsins, að því marki sem fjárhagsrammi áætlunarinnar gefur tilefni til. Fjárhagsrammi Sóknaráætlunar hefur ekki stækkað í samræmi við verðlagsþróun og hefur hann því í raun rýrnað að verðgildi. Markmið Sóknaráætlunar er að styrkja landsbyggðirnar og ef það markmið á að nást þá er áríðandi að halda styrk Sóknaráætlunar með nægilegu fjármagni.
Hægt er að skoða greinagerð Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020 hér