27. mars 2025
Störf í boði
Kennari/skólastjóri óskast að Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum fyrir næsta skólaár.
Skólinn á sér langa og athyglisverða sögu síðan 1929 og hann er staðsettur í fallegu umhverfi sem bíður upp á frábæra náttúru til
útikennslu/útiveru. Gott húsnæði er í boði. Nánari upplýsingar fást hjá oddvita og
skólanefnd á oddviti@arneshreppur.is.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps
sími skrifstofa 451-4001
GSM 847-2819
Umsóknarfrestur er til 30.apríl n.k.