Ársfundur fulltrúaráð Vestfjarðastofu var haldinn á Bíldudal miðvikudaginn 24. maí s.l.. Fundurinn var haldinn samkvæmt samþykktum Vestfjarðastofu um ársfundarstörf s.s. skýrslu stjórnar, ársreikning 2022, fjárhagsáætlun 2023 og staðfestingu á stjórn og starfsháttarnefnd. Auk þessa voru kynningar frá starfsmönnum Vestfjarðastofu um þau verkefni sem voru hvað helst á döfinni árið 2022
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Vestfjarðastofu kynnti skýrslu stjórnar og í lok þeirrar kynningar, heiðraði hún minningu Aðalbjargar Óskarsdóttur frá Drangsnesi, stjórnarmanns og fulltrúa í fulltrúaráði Vestfjarðastofu en Aðalbjörg lést fyrir aldur fram í mars s.l..
Fulltrúaráð Vestfjarðastofu staðfesti kjör sóknarhóps um þá aðila sem koma nýir í stjórn Vestfjarðastofu í flokki atvinnu og menningar.
Nýir stjórnarmenn inn í stjórn Vestfjarðastofu eru
- Gauti Geirsson - Háafell
- Halldór Halldórsson - Ískalk
- Friðbjörg Matthíasdóttir – Gistihúsið við höfnina (Búbíl ehf)
- Elísabet Gunnarsdóttir – Kol og salt
Til vara
- Jónas Heiðar Birgisson - Arnarlax
- Lilja Sigurðardóttir – Fiskvinnslan Oddi
- Sif Huld Albertsdóttir – Dokkan brugghús
- Gunnþórunn Bender - Westfjords Adventures
Staðfest var tillaga stjórnar um nýja starfsháttarnefnd
- Rebekka Hilmarsdóttir, formaður
- Kristján Jón Guðmundsson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
Einnig var samþykkt þóknun stjórnar og nefnda
Glærur af fundinum frá finna HÉR en fundargerð kemur inn á næstu dögum
Ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2022 má finna HÉR