Nú er að hefjast ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu. Vilji fólk taka þátt í fundinum á fjarfundi má gera svo hér.
Dagskrá
Erindi og umræður um málefni sem varðar verkefnasvið Vestfjarðastofu
Skýrsla stjórnar
Staðfesting ársreiknings
Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
Breytingar á samþykktum (tillaga meðfylgjandi)
Staðfesting á innri reglum Vestfjarðastofu (á ekki við á þessum ársfundi)
Kosningar:
Staðfesting á kjöri stjórnarmanna Sóknarhóps (atvinnulífs- og menningar)
Kjör nefnda og fagráða (á ekki við á þessum ársfundi)
Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Kjör starfsháttanefndar (á ekki við á þessum ársfundi)
Ákvörðun um þóknun stjórnar, nefnda og fagráða
Önnur mál
Sóknarhópur Vestfjarðastofu heldur aðalfund þann 27. maí næstkomandi á Patreksfirði og í fjarfundi og mun þar velja eftirfarandi samkvæmt samþykktum:
5 fulltrúar hagaðila í fulltrúaráð Vestfjarðastofu
Kosnir verða 5 og 5 til vara úr fulltrúaráði Vestfjarðastofu (fulltrúar sveitarfélaga eru ekki í kjöri og aðeins fulltrúar fyrirtækja sem tilheyra Sóknarhópi) til setu í stjórn Vestfjarðastofu fyrir hönd atvinnulífs- og menningar til eins árs í senn og eru þeir jafnframt stjórn Sóknarhóps. Fimmti einstaklingur í stjórn Sóknarhóps er fyrsti varamaður eða sá sem lendir í fimmta sæti í kjörinu. Sá einstaklingur er jafnframt áheyrnarfulltrúi og varamaður í stjórn Vestfjarðastofu.
Ársfundur fulltrúaráðs staðfestir þetta kjör á ársfundi.