Fara í efni

Ársfundur Vestfjarðastofu

Fréttir
Frá ársfundi Vestfjarðastofu
Frá ársfundi Vestfjarðastofu

Ársfundur Vestfjarðastofu var haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020 og fór fram á netinu. Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins var fundarstjóri.

Fundurinn hófst á fyrirlestri Karls Guðmundssonar hjá Íslandsstofu sem fór yfir stöðuna í atvinnulífinu og hvernig við getum blásið til sóknar.  

Framtíðarsýn Íslandsstofu er að “Að Ísland sé þekkt sem leiðandi land í sjálfbærni” og vörumerkjastoðirnar eru náttúra, fólk, sjálfbærni og nýsköpun.

Framtíðarstefnan fyrir íslenskan útflutning hefur verið mörkuð með stefnumarkandi áherslum

  1. Orka og grænar lausnir
  2. Hugvit, nýsköpun og tækni
  3. Listir og skapandi greinar
  4. Ferðaþjónusta
  5. Sjávarútvegur
  6. Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslandsstofu. https://stefnumotun.islandsstofa.is/

Ísland – saman í sókn, er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu sem hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19.

Karl nefndi Vestfjarðaleiðina sem dæmi um nýsköpun í ferðaþjónustu og sagði að Íslandsstofa finndi mikinn áhuga nú þegar fyrir þessari nýju leið, sem Karl telur að muni verða mikið aðdráttarafl.  https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/vestfjardaleidin.  Að lokum sagði Karl að hann teldi að ein af mikilvægustu auðlindum Vestfirðinga sé frumkvöðlakrafturinn sem mun skapa ný tækifæri á Vestfjörðum.

Næst tók Hafdís Gunnarsdóttir stjórnarformaður Vestfjarðastofu til máls og sagði mikilvægt að atvinnulífið og sveitarfélögin ynnu þétt saman að uppbyggingu Vestfjarða og samstíga myndum við ná miklum árangri.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu kynnti starfsáætlun 2020 sem hefur breyst talsvert vegna Covid-19 en ný verkefni hafa verið sett í gang og starfsmenn Vestfjarðastofu hafa unnið mikið að samskiptum við fyrirtæki og sveitarfélög til að halda uppi samtali um stöðuna á þessum sérstöku tímum.  Hlutverk Vestfjarðastofu hefur verið að koma skilaboðum frá öllum aðilum til stjórnvalda og hafa þannig áhrif á mótun aðgerða á landsvísu.

Ársfundurinn gekk vel og var góð hvatning inn í komandi tíma.

 https://www.vestfirdir.is/is/malaflokkar/sveitarstjornarmal/vorthing/adalfundur-vestfjardastofu-fundargogn-2020