Fara í efni

Ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu

Fréttir

Ársfundur fulltrúaráðs Vestfjarðastofu verður haldinn 24. maí í Félagsheimilinu á Bíldudal kl 11:30-14:00. Léttar veitingar í boði

Dagskrá

  • Vestfjarðastofa 2022
  • Skýrsla stjórnar
  • Staðfesting ársreikning
  • Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
  • Breytingar á samþykktum (á ekki við á þessum ársfundi)
  • Staðfesting á innri reglum Vestfjarðastofu (á ekki við á þessum ársfundi)
  • Kosningar:
    • Staðfesting á kjöri stjórnarmanna atvinnulífs -og menningar
    • Kjör nefnda og fagráða (á ekki við á þessum ársfundi)
    • Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
    • Kjör starfsháttanefndar (ef við á)
  • Ákvörðun um þóknun stjórnar, nefnda og fagráða
  • Önnur mál

Vakin er athygli á því að vegna breytinga á samþykktum sem gerðar voru á framhaldsársfundi ársins 2020 sem haldinn var í apríl 2022 hafa orðið breytingar á því hvernig kjör stjórnarmanna atvinnulífs- og menningar er framkvæmt. Nýr vettvangur fyrirtækja og menningar, Sóknarhópur heldur aðalfund þann 16. maí næstkomandi og mun þar velja eftirfarandi samkvæmt samþykktum:

  1. Kosnir verða 5 úr Sóknarhópi í fulltrúaráð Vestfjarðastofu
  2. Kosnir verða 4 og 4 til vara úr fulltrúaráði Vestfjarðastofu (fulltrúar sveitarfélaga eru ekki í kjöri) til setu í stjórn Vestfjarðastofu fyrir hönd atvinnulífs- og menningar til eins árs í senn og eru þeir jafnframt stjórn Sóknarhóps.

Ársfundur fulltrúaráðs staðfestir þetta kjör á ársfundi.

Ársfundur kýs síðan nýja starfsháttanefnd til tveggja ára á ársfundi. Fulltrúar í starfsháttanefnd geta ekki jafnframt átt sæti í stjórn Vestfjarðastofu.

Skráning fer fram HÉR

Gögn fyrir fundinn
Ársskýrsla 2022