Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice kom fram á málþinginu Af hverju orkuskipti: Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga sem haldið var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. febrúar. Í erindi sínu fjallaði hann um áskoranir sveitarfélaga og talaði meðal annars um ábyrgð þeirra við að skapa framtíð og vera fyrirmyndir. Benti hann á helstu áskoranir vegna loftslagsbreytinga: hækkandi sjávarborð, öfga í veðurfari, aukna flóðahættu, breytingar á lífríki, þjóðflutninga og lýðheilsu.
Stefán lagði í fyrirlestrinum áherslu á mikilvægi þess komast úr þeim sporum að vera sífellt að gera áætlanir sem ekki væru innleiddar. Menn þyrftu að fara láta verkin tala og málin væru ekki svo einföld að þau snerust bara um orkuskipti og að nota betri orku. Heldur væri mikilvægt að horfa til þess að nota orku betur og nota minna af henni.
Að gera hlutina rétt er eitthvað sem margir leggja kapp á, en Stefán bendir á að betur sé að miða að því að gera það rétta. Hann segir það meðal annars gert með því að halda losunarbókhald, en í því er haldið utan um gögn um losun innan marka sveitarfélaganna. Loftslagsstefna og aðgerðaáætlun henni tengd þyrfti að vera gerð en mikilvægast öllum væri að framkvæma áhættumat og veikleikagreiningu þar sem öll möguleg vá væri útlistuð. Síðan þyrfti að gera aðlögunaráætlun þar sem unnið væri út frá fyrirbyggjandi viðbrögðum við þeirri vá sem búið væri að greina.
Stefán hamraði á mikilvægi þess að fara þyrfti í gegnum alla stefnumótun sveitarfélaga með loftslagsgleraugum og loftslagsmál skyldu ávallt vera fyrir hendi í endurskoðun aðalskipulags.
Erindi hans má heyra í heild sinni hér.