01. nóvember 2012
Fréttir
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga sendi innanríkisráðherra eftirfarandi áskorun í gær:
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á innanríkisráðherra að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals eins og samningar kveða á um. Flug til Gjögurs og Bíldudals er forsenda fyrir atvinnu og búsetu á svæðunum og það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að ekki verði brestur á þeirri þjónustu.