Guðrún Anna Finnbogadóttir teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Anna Lind Björnsdóttir verkefnastjóri SSNE lögðu af stað til Tromsö í Noregi mánudaginn 10. mars til að læra um eflingu atvinnuráðgjafar.
Markmið ferðarinnar var að fara á námskeiðið Target circular þar gengur út á að styðja betur við frumkvöðla og fyrirtæki með markvissari ráðgöf. Target Circular Strategic Entrepreneur prógrammið. Prógrammið byggir á niðurstöðum þriggja umfangsmikilla slembirannsókna sem hafa sannað að ákveðnar ráðgjafar- og þjálfunaraðferðir eru mun árangursríkari til að auka árangur frumkvöðla en aðrar. Nánar um verkefnið fyrir áhugasama hér.
Samstarf atvinnuráðgjafa hefur eflst á síðustu árum og er miðlun þekkingar milli landssvæða orðin meiri. SSNV bauð tveimur atvinnuráðgjöfum að koma á vinnustofu verkefnisins í Tromsö þar sem þau eru þáttttakendur í verkefninu. Til að nýta tímann og ferðalagið vel var farið í heimsókn til Innovasjon Norge Arktis, Blue Vision, Norges Råfisklag, FHF, Norrinova, MABIT, Senter for hav og Arktis. Það var okkar maður frá Þingeyri Gunnar Davíðsson sviðsstjóri hjá Troms fylkeskommune sem skipulagði heimsóknirnar og viljum við þakka honum fyrir frábært skipulag og mótttökur.
Frændur okkur í Noregi tóku höfðingjalega á móti okkur og hlökkum við til að vinna úr þessum nýju tengingum. Það er alltaf fróðlegt að læra af Norðmönnum þar sem við eigum margt sameiginlegt og getum miðlað þekkingu á milli svæða. Við komum heim fullar af ferskum hugmyndum eftir þennan góða innblástur.