Fara í efni

Bein útsending frá Mannamótum 

Fréttir

Í dag fara fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna hafa tekið höndum saman og standa fyrir beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti. Meðal þeirra sem verða í spjalli eru Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures og er viðtalið við þau á dagskrá klukkan 11:20. Endilega kíkið á útsendinguna og heyrið hvað ferðaþjónustan í landinu er að fást við um þessar mundir. 

Dagskráin er eftirfarandi: 

  • 10:00 - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri
  • 10:20 - Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort
  • 10:40 - Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin
  • 11:00 - Ragnhildur Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Lava Show
  • 11:20 - Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures
  • 11:40 - Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands og Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands
  • 12:00 - Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar
  • 12:20 - Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel
  • 12:40 - Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
  • 12:50 - Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra
  • 13:20 - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
  • 13:40 - Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum

Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér.