Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 140 börn á aldrinum fimm til sextán ára. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur mið af þroska og hæfni nemenda. Lögð er áhersla á samþættingu námsgreina og samvinnu kennara. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsmanna og foreldra.
Leitað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum starfsmönnum með þekkingu og mikinn áhuga á skólastarfi.
Grunnskólakennarar:
- 100% staða kennara með sérhæfða hæfni í sérkennslufræðum
- 80-100% stöður -Umsjónarkennsla á unglingastigi, kennsla í stærðfræði, náttúrufræði og dönsku
- 50-75% staða í hönnun og smíði yngsta- og miðstigi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu
- Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
- Áhugi á starfi með börnum og unglingum
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð færni í íslensku máli jafnt í ræðu og riti
- Reglusemi og samviskusemi
Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun og launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.
Umsókn sendist á halldoras@bolungarvik.is Móttaka umsókna verður staðfesti og umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri, í síma 456-7249, netfang: halldoras@bolungarvik.is
Umsóknarfrestur er til og með 05.05 2025