Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 140 börn á aldrinum fimm til sextán ára. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur mið af þroska og hæfni nemenda. Lögð er áhersla á samþættingu námsgreina og samvinnu kennara. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsmanna og foreldra.
Leitað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum starfsmönnum með þekkingu og mikinn áhuga á skólastarfi.
Umsjónarmaður heilsuskóla og dægradvalar
- 60% staða
- Vinnutími 11:30-16:00.
- Heilsuskólinn er fyrir 1.-4. bekk og er frá kl. 13:00-14:00.
- Dægradvöl er fyrir Malir ( 5 ára), 1.-2. bekk og er frá kl. 14.00-16.00.
- Í starfinu felst umsjón, skipulag og frágangur ásamt samstarfi við kennara 5 ára deildar / þjálfara heilsuskólans.
Stuðningsfulltrúar á mölum og yngsta stigi
- 75-100% stöður ( hægt að fara í 100% ef fylgt eftir í dægradvöl)
- 25% stöður í dægradvöl ( starfstími14-16)
Skólaliði
- 80% staða
Menntunar og hæfniskröfur:
- Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót í samstarfi
- Ábyrgð og stundvísi
- Frumkvæði, skipulagshæfni og samviskusemi
- Góð tök á íslensku máli
- Vilji til að taka þátt í leiðandi starfi skólans
Umsóknum skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingum um meðmælendur. Móttaka umsókna verður staðfest og umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri í síma 4567249, netfang: halldoras@bolungarvik.is
Umsóknarfrestur er til og með 05.05.2025