Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um Byggðaáætlun 2010-2013, Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur skilað iðnðarnefnd umsögn um efni hennar. Í umsögninni kemur fram gagnrýni á hversu þröngt svið verkefni og markmið Byggðaáætlunar eru sett, ekki er upplýst um fjárhagsramma áætlunarinnar, lítið er vikið að hlutverki landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga. Jákvætt er talið hve víða er vikið að uppbyggingu menntunar, rannsóknar og þróunar og bent á uppbyggingu á Vestfjörðum í því sambandi, en um leið bent á að tryggja verði þá uppbyggingu í sessi. Fjórðungssamband Vestfirðinga bendir að lokum á nokkrar tillögur sem taka eigi til umfjöllunar innan Byggðaáætlunar þ.e. skattalegar ívilnair, ívlinanir á námslánum ungs fólks, almenningssamgöngur, jöfnun flutningskostnaðar og stefnu í fjölgun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðis. Umsögnina má finna í heild sinni hér.