Fara í efni

Byggðamálaráðstefna á Patreksfirði 19. og 20. september nk.

Fréttir

Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að Byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði  næstkomandi föstudag og laugardag.

Aðsókn að ráðstefnunni er með ágætum, en um 60 manns hafa nú þegar skráð sig.

Byggðamálaráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni, móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.

 

Ennþá er hægt að skrá sig á ráðstefnuna á info@wa.is. eða í 456 5006 og er skráningargjaldið 15.000 kr.  

 

Fyrir þá sem aðeins vilja hlýða á fyrirlestrana, en ekki taka að öðru leiti þátt í ráðstefnunni, er það hægt án þess að greiða skráningargjald, en inn í skráningargjaldinu er m.a. matur báða dagana, kynnisferð í fyrirtæki á svæðinu ásamt áhugaverðum málstofum og umræðum.

 

Áætlað er að hafa rútuferðir á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við ráðstefnuna.  

  • Fimmtudaginn 18. september fer rútan frá Ísafirði kl. 17:30 og er áætluð koma til Patreksfjarðar kl. 20:30
  • Laugardaginn 20. September fer rútan frá Patreksfirði kl. 13:30 og er áætluð koma til Ísafjarðar kl. 16:30.

 

Rútan mun taka upp farþega í Önundarfirði og Dýrafirði, en mikilvægt er að skráning í rútuna liggi fyrir. 

 

Verð í rútuna fyrir báðar leiðir eru kr. 15.000-. 

Skráning í rútuna er  í síma 456 5006 eða info@wa.is.

 

Upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar og fyrirlestra má finna á vefslóðinni :

http://www.uwestfjords.is/skraarsafn/skra/669/