Fara í efni

Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði stefnir á forvörsluverkstæði.

Fréttir

Byggðasafn Vestfjarða hefur í hyggju að koma á fót forvörsluverkstæði á Ísafirði sem skapa mun tvö stöðugildi í byrjun. „Fyrirliggjandi eru næg verkefni á sviði forngripavörslu hérlendis og mun staða þeirra mála raunar verið með þeim hætti að þörf er á verulegum umbótum. Vegna vaxandi rannsóknastarfs um allt land hefur fjölda jarðfundinna forngripa margfaldast á síðustu árum. Þar af leiðir að þörf er fyrir sérhæft geymslurými sem stenst kröfur löggjafans um meðferð jarðbundinna forngripa fer vaxandi sem og nauðsyn þess að fjölga störfum tengdum margvíslegri umsýslu forngripa, s.s. hreinsun, viðgerðir, pökkun, skráningu, auk kynningar- og sýningarstarfs“, segir í greinargerð sem Byggðasafn Vestfjarða hefur sent frá sér til sveitarfélaga á Vestfjörðum, þingmanna og fleiri aðila.

Þessi frétt er af www.bb.is og þar er nánar sagt frá málinu.