69. Fjórðungsþing að sumri var haldið í dag. Um var að ræða þing samkvæmt ákvörðun 69. Fjórðungsþing að vori, þess efnis að, dagskrárliðnum kosning kjörnefndar fyrir haustþing á miðju kjörtímabili sveitastjórna væri frestað vegna kosninga í nýju sameiginlegu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Þingið var einnig boðað á grundvelli ákvæðis 10. gr samþykkta Fjórðungssambandsins um Fjórðungsþing á kosningasumri sem gefur heimild til að halda þingið í fjarfundi og kosningu kjörnefndar. Meginverkefni þingsins var því að velja fulltrúa í kjörnefnd til undirbúnings kosninga á 69. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, auk vali á formanni kjörnefndar.
Þinggerðina má finna HÉR
69. Fjórðungsþing að hausti verður síðan haldið á Hótel Laugarhóli í Bjarnafirði föstudaginn 18. og laugardaginn 19. október n.k..
Umfjöllunarefni þingsins eru frumdrög Svæðisskipulags Vestfjarða og kynning á tillögu að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029