18. október 2024
Fréttir
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Svæðisskipulag Vestfjarða
Nú klukkan 11 hefst 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti á Laugarhóli í Bjarnarfirði og stendur það í dag og á morgun. Viðfangsefni þingsins er þríþætt. Vinnustofa um framtíðarsýn Vestfjarða sem er liður í gerð vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða, kynning á nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 og síðan hefðbundin þingsstörf samkvæmt 11. gr samþykkta og afgreiðsla ályktana. Hér má nálgast dagskrá þingsins.
Streymt verður frá þinginu í gegnum Teams og má tengjast útsendingunni hér.