26. maí 2021
Fréttir
Áhersluverkefni sóknaráætlunar
Samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar
Sóknaráætlun Vestfjarða
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir fyrir Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar. Að þessu sinni eru 9 miljónir til úthlutunar og er hámarsstyrkur til hverrar miðstöðvar 3miljónir kr. Verkefnið Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðar er áhersluverkefni Sóknaráráætlunar.
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir og er hægt að sækja um á síðu verkefnisins.
Umsóknir þurfa að berast fyrir kl. 16:00, 18. júní 2021. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16:00 telst móttekin.
Að þessu sinni er ekki hægt að sækja um styrk til stofnunar nýrrar nýsköpunar- og/eða samfélagsmiðstöðvar.
Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur áður en hafist er handa við að fylla út umsókn.
Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur og markmið verkefnisins má finna hér.