Fara í efni

Netráðstefna um samfélagslega nýsköpun

Fréttir MERSE

Vestfjarðastofa tekur þátt í alþjóðlega samstarfsverkefninu MERSE. Miðvikudaginn 11. desember kl. 9-11 fer fram netráðstefna á vegum verkefnisins sem fjallar um aðstæður fyrir samfélagslega nýsköpun í dreifðum byggðum í þátttökulöndunum fimm; Íslandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Titill ráðstefnunnar er „What is needed to facilitate the creation and development of sustainable social enterprises in rural areas?“. Þar koma saman samfélagslegir frumkvöðlar, stuðningsaðilar og rannsakendur til að deila þekkingu um hvað þarf til að greiða veginn fyrir samfélagslega frumkvöðla á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar:

Dagsetning: Miðvikudaginn 11. desember

Klukkan: 9-11 á íslenskum tíma

Hvar? Zoom

Upplýsingar og skráning: https://www.interreg-npa.eu/.../news.../online-conference/

Skoða á viðburðardagatali