Theódóra Matthíasdóttir, sérfræðingur á skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands hélt erindi á málþinginu Af hverju orkuskipti: Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga, sem fram fór í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. febrúar. Erindi hennar bar titilinn Áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi – glóðvolgar niðurstöður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi, hver séu helstu óvissuatriði tengd áhrifum loftslagsbreytinga og hvaða vafamál sé brýnt að skoða betur. Í erindi sínu tók Theódóra á helstu niðurstöðum sem ný skýrsla nefndarinnar birtir.
Theódóra kom talaði um loftlagsbreytingar, hinn mikla hraða þeirra, fordæmaleysi og líklega þróun. Einnig um viðbrögð við loftslagsbreytingum, sem skipta má í tvennt: mótvægisaðgerðir og aðlögunaraðgerðir. Í mótvægisaðgerðum felst t.d. í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, en dæmi um aðlögunaraðgerðir væri t.d. að skipuleggja byggð ofar í landi vegna hækkandi sjávarstöðu.
Í erindi sínu lagði Theódóra áherslu á mikilvægi fjölbreytts áhættumats vegna áhrifa loftslagsbreytinga, en erindi hennar má nú heyra í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi.