Fara í efni

Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd

Fréttir
Ljósm. strandir.is
Ljósm. strandir.is

Í kvöld föstudagskvöldið 14. mars kl. 19:00 verður söng- og barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi frumsýnt á Hólmavík. Leikritið er samvinnuverkefni Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og hafa stífar æfingar staðið yfir síðustu vikur undir stjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur og Bjarna Ómars Haraldssonar. Önnur sýning er á morgun laugardag kl. 15:00 og þriðja sýning í Króksfjarðarnesi á sunnudag kl. 17:00. Leikhópurinn sem samanstendur bæði af unglingum og fullorðnum leikurum vonast eftir að sem allra flestir mæti til að sjá afrakstur erfiðisins. Alls hafa 52 einstaklingar unnið að uppsetningunni sem fékk styrk frá Menningarráði Vestfjarða.