01. apríl 2025
Störf í boði
Leitað er eftir jákvæðu og drífandi fólki í sumarstörf í vöruhúsaþjónustu á Patreksfirði.
Vinnutími er kl 8-16 alla virka daga.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um. Eimskip leggur áherslu á jafnrétti, heilsu og vellíðan starfsfólks þar sem markvisst er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun að jafnri stöðu óháð kyni og leitast eftir því að hafa vinnuumhverfið sem öruggast og heilsusamlegast.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vöruhúsaþjónusta og afgreiðsla
- Samskipti við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lyftarapróf er æskilegt
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur