Elín Eyþórsdóttir mun halda tónleika í Kjallaranum í Einarshúsi í kvöld 20. desember kl. 21:00, en nýlega kom út fyrsta plata Elínar sem ber heitið "See You In Dreamland". Á plötunni eru átta frumsamin lög en auk þeirra má heyra tvær "ábreiður", aðra af þekktu Bítlalagi en hina með "eighties" stjörnunni Haddaway. Sjálf syngur Elín öll lögin og leikur á gítar í þeim flestum.
Elín fékk nokkra góðkunna listamenn í lið með sér við gerð plötunnar, má þar á meðal nefna KK, Steina úr Hjálmum og Eyþór Gunnarsson. Auk þess koma fram á plötunni Pétur Sigurðsson bassaleikari, Jón Óskar trommuleikari og þær Sigríður Eyþórsdóttir og Myrra Rós Þrastardóttir söngkonur.
Elínu hefur verið lýst sem gríðarlega hæfileikaríkri tónlistarkonu með einstaka rödd, sem nýtur sýn til fulls í tregafullum textum og sálarfullum blús-lögum hennar. Óhætt er að fullyrða að hér sé á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í íslensku tónlistarlífi í langan tíma.
Elín er af afar góður söngkyni því hún er dóttir Ellenar Kristjánsdóttir og Eyþórs Gunnarssonar.
Fréttin er afrituð af fréttavefnum www.vikari.is.