Fara í efni

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri

Störf í boði

Við hlökkum til að kynnast á þér!

Við erum að leita að Kjarnastjórum (deildarstjórum) í 100% starf fyrir næsta vetur. Best er ef viðkomandi getur hafið störf strax eftir að leikskólinn opnar eftir sumarlokun 14. ágúst.

Leikskólinn Eyrarskjól er 5 Kjarna leikskóli staðsettur á Ísafirði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.

Í Eyrarskjóli er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.

Til dæmis tilvalið fyrir nýútskrifaða leikskólakennara sem langar til að breyta um umhverfi.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðir kjarnann í jákvæðni, frumkvæði og skapandi lausnamiðuðu starfi.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á kjarnanum.
  • Annast daglega verkstjórn á kjarnanum og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan kjarna, milli kjarna leikskólans og milli leikskólastjóra og kjarnans.
  • Ber ábyrgð á og stýrir kjarnafundum og kemur með hugmyndir fyrir undirbúningstíma starfsfólks kjarnans.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks kjarnans í samvinnu við leikskólastjóra.
  • Fylgist með að kjarninn sé búin viðeigandi uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennari og/eða starfsreynsla
  • Lausnamiðuð hugsun
  • Gleði, frumkvæði og vilji til náms
  • Viðvera
 
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólk er í fríu fæði
  • Vinnustytting
 

Sækja um starf