Fara í efni

Farskóli íslenskra safna og safnmanna á Ísafirði í haust

Fréttir

Tuttugasti Farskóli íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) verður haldinn á Ísafirði dagana 17.-19. september og er það sérlega skemmtilegt í ljósi þess að Byggðasafn Vestfjarða fékk Íslensku safnaverðlaunin í sumar. Yfirskrift skólans í ár er „Sagan, þjóðin og sjálfsmyndin“ og von er á mörgum þekktum fyrirlesurum. Meðal þeirra er rithöfundurinn Einar Kárason, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ólafur Axelsson arkitekt og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en fundar- og pallborðsstjórnandi er Egill Helgason. Dagskráin er þétt og er ýmislegt í boði fyrir þátttakendur í ár. Til dæmis verður farið til Þingeyrar þar sem fræðst verður um víkingaverkefnið, fornbókabúðin á Flateyri verður heimsótt ásamt Ósvör í Bolungarvík. Dagskránni lýkur síðan á föstudeginum 19. september, en kvöldið áður verður árshátíð FÍSOS haldin í Edinborgarhúsinu. Þegar hafa um 50 manns tilkynnt þátttöku en reiknað er með að um 100 manns sæki skólann í ár.

Þátttökugjald er 15.000 krónur en innifalið í því er árshátíð FÍSOS. Skráning fer fram á heimasíðu Byggðasafns Vestfjarða, www.nedsti.is

Fréttin er afrituð lítið breytt af www.bb.is