Fara í efni

Fjórðungsþing á Þingeyri

Fréttir
Frá víkingasvæðinu á Þingeyri
Frá víkingasvæðinu á Þingeyri

59. Fjórðungsþing Vestfirðinga verður haldið í félagsheimilinu á Þingeyri dagana 3.-4. október og koma þar saman sveitarstjórnarmenn af öllum Vestfjörðum til skrafs og ráðgerða. Fyrir utan hefðbundin þingstörf eru rædd ýmis sameiginleg málefni sveitarstjórnanna, m.a. eru sérstakar umræður um sóknaráætlanir landshluta og stoðkerfi atvinnulífsins í fjórðungnum, samgöngumál og fjarskipti, auk umræðu um hvernig efla megi grunnskólana á Vestfjörðum. Dagskrá þingsins má nálgast undir þessum tengli.

 

Í ár er kosin ný stjórn fyrir Fjórðungssambandið og skipað í nefndir og má búast við umtalsverðum breytingum í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor.