Fara í efni

Formleg opnun Bolafjalls

Fréttir

Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega opnaður í morgun við hátíðlega athöfn. Fjölmargir lögðu leið sína upp á fjallið til þess að vera viðstaddir athöfnina, m.a. var öll ríkisstjórninn mætt svo og sveitarstjórnarmenn af Vestfjörðum.


Það var Pétur Vigfússon, íbúi í Bolungavík, sem klippti á borðann. (Mynd BB. Kristinn H)


Forsætisráðherra hélt ávarp

Séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, sóknarprestur blessaði mannvirkið og auk Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra og Páls Daníels Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Eyktar, sem annaðist smíði pallsins, fluttu ávörp Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Þórdís K.olbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Við óskum Bolvíkingum, Vestfirðingum og öllum landsmönnum til hamingju með útsýnispallinn og þennann hátíðisdag