19. febrúar 2008
Fréttir
Fornleifasjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2008. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 14. mars 2008. Á fjárlögum 2008 eru 25 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast undir þesum tengli. Þar að auki mun stjórnin fylgja þeirri meginreglu að leitast við að dreifa styrkjum svo jafnt milli landshluta sem unnt er.
Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.