Fara í efni

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út!

Fréttir

Við fögnum fyrsta degi marsmánaðar í dag með fréttabréfi Vestfjarðastofu fyrir ferbrúarmánuð. Febrúar sem var lengri í annan endann er flest ár er nú að baki og það er líka þorrinn sem hefur oft verið Íslendingum harður. Nú er góa gengin í garð og tíðin ansi hreint góð. Við á Vestfjarðastofu horfum hið minnsta björtum augum fram veginn, þar sem spennandi vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og endurskoðun sóknaráætlunar er að komast á fullt skrið. Þá er þessi tími líka mikill sjóðatími og hvetjum við áhugasama umsækjendur í ólíka sjóði til að nýta sér liðsinni starfsfólks Vestfjarðastofu, ef það er eitthvað sem er að vefjast fyrir – og hvetjum við auðvitað öll til að sækja um!

Í fréttabréfinu er að finna fréttir af fundum, málþingum, viðburðum, styrkþegum og sjóðum svo eitthvað sé nefnt. Þar er líka pistill framkvæmdastjóra sem fagnar fjölmenningunni en veltir fyrir sér málflutningi um innflytjendur í samfélögunum.

Fréttabréf febrúar