Fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir febrúarmánuð er komið út. Miðað við þann hörgul sem hefur verið á fréttaflutningi á síðunni okkar í febrúar mætti halda að það hafi agalega lítið verið að gerast, en málið er að febrúar þaut hjá á hvílíkum ógnarhraða að það gafst vart rými til að drepa niður stafrænum penna. Þegar við settumst svo niður við að gera fréttabréfið okkar góða kom í ljós að það hafði ýmislegt átt sér stað. Í fréttabréfinu má lesa um Brothættar byggðir í Reykhólahreppi, þátttöku Vestfjarðastofu í nýju Evrópuverkefni sem hefur yfirskriftina BOKOD, möguleika í þörungarækt, heimsókn Markaðsstofu Vestfjarða til Japan, undirbúning Sóknarhóps Vestfjarða að Gullkistunni Vestfirðir og tækifæri til vaxtar og áhrifa innan sjálfbærrar ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er fjallað um styrki barnamenningarhátíðarinnar Púkans sem hefst í lok mánaðar og undirbúningsvinnu fyrir næstu hátíð sem er þegar hafin. Að vanda er erindi frá framkvæmdastjóra og sitthvað fleira.