Fara í efni

Fréttabréf júnímánaðar komið út

Fréttir

Út er komið fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir júnímánuð. Það var hvergi slegið slöku við þennan fyrsta sumarmánuð ársins líkt og lesa má um í blaðinu. Þar má sjá sjóðheita ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í samgöngumálum þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir virðast enn vera að frestast sökum tafa á útboðum.

Við erum þó alls ekki aðeins á dekkri enda litrófsins því þarna eru líka fréttir um heimsókn ferðamálastjóra, opnun Baskaseturs, sprúðlandi fjör sumarviðburðasjóð hafna Ísafjarðarbæjar, góðan íbúafund í Árneshreppi, sumarmarkaði Vestfjarðaleiðarinnar og fleira.

Hvað sem efndum á gefnum loforðum líður, bíður björt sumarnóttin og syngjandi lóan sem kalla okkur út að njóta alls þess besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða.

Hér má lesa fréttabréfið