Fara í efni

Fréttabréf maímánaðar er komið út!

Fréttir

Í dag er síðasti dagur maímánaðar og við fögnum honum með fréttabréfi Vestfjarðastofu. Það er óhætt að segja að mánuðurinn hafi verið annasamur á Vestfjarðastofu þar sem nú er í fullum gangi vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 til viðbótar við allt annað sem þar er þegar verið að vinna. Að auki er sumarið að gírast í gang með allt sitt ferðfólk og tilheyrandi önnum hjá Markaðsstofunni. 

Þessa vikuna hefur starfsfólk Vestfjarðastofu verið á ferðinni um fjórðunginn og haldið fjóra íbúafundi undir yfirskriftinni: Framtíð Vestfjarða – þér er boðið að borðinu. Þar hefur Vestfirðingum öllum verið boðið að koma og hafa sín áhrif á gerð þessara tveggja mikilvægu skipulagsáætlana sem svæðisskipulag og sóknaráætlun eru. Í fréttabréfinu má lesa um fundina og þá vinnu sem þar fór fram, auk þess að fræðast meira um svæðisskipulagsgerðina. Einnig eru þar virkilega jákvæðar fréttir af barnamenningarhátíðinni Púkanum, umfjöllun um umsagnir og margt annað. 

Fréttabréf maímánaðar