Haustið er nú formlega gengið í garð með fyrsta degi októbermánaðar. Út er komið fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir septembermánuð sem gefur innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem starfsfólkið tekst á við. September og október eru almennt miklir annamánuðir, sennilega þeir mánuðir sem þarf að hlaupa hraðast. Opið er í fjölmarga sjóði og mörg að vera fólki innan handar í umsóknarferlinu. Þá er verið að leggja lokahönd á Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 og mun hún brátt birtast í samráðsgátt stjórnvalda. Innanhúss er um þessar mundir opið í tvo sjóði, því á dögunum opnaði fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða en nokkru fyrr gátu háskólanemar sótt um í Hafsjó af hugmyndum fyrir lokaverkefni sín. Við hvetjum öll að skoða þessa sjóði og sækja um – ekki hika við að hafa samband við starfsfólk Vestfjarðastofu ef þið þurfið aðstoð!