Fara í efni

Fundur um framtíð innanlandsflugs, 20. febrúar kl 8.30.

Fréttir

Á síðastliðnu ári var unnin ítarleg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands með félagshagfræðilegri greiningu í þeirri vinnu kom margt áhugavert í ljós. Niðurstöður verkefnins verða kynntar í fyrramálið á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík, sem hefst kl. 8.30.
Hægt er fylgjast með fundinum á netinu á vef ráðuneytisins. Sjá:  http://www.innanrikisraduneyti.is

 Dagskrá hefst með ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og mun hún fjalla um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins. Vilhjálmur vann greininguna ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu. Í lok fundar verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa með ýmis sjónarhorn á þýðingu innanlandsflugsins. Þátttakendur í pallborði eru:

  • Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
  • Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
  • Ingi Þór Guðmundsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands

Fundarstjóri er Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs. Fundarmenn eru beðnir á að senda skráningu á netfangið skraning@irr.is eigi síðar en síðdegis í dag, miðvikudaginn 19. febrúar.