Fara í efni

Fundur um þróun vetrarferðaþjónustu í Flókalundi

Fréttir

Starfsfólk Markaðsstofu Vestfjarða verður með fund fyrir aðila markaðsstofunnar og Vestfjarðaleiðarinnar á Hótel Flókalundi mánudaginn 13. maí. Á fundinum verður fjallað um þróun á vetrarferðaþjónustu á Vestfjarðaleiðinni. Tækifærin eru mörg og víða, enda býður svæðið upp á sannkallaða vetrarparadís, norðurljós, kyrrð og ýmiskonar afþreyingu í tengslum við það. Miklar úrbætur hafa verið gerðar í samgöngum á svæðinu og því staðan aldrei verið eins góð til að hefja þessa vegferð. Hugmyndin er sú að ferðaþjónar vinni saman að því að útbúa pakkaferðir, markaðsstofan getur þá nýtt sér sinn vettvang, hvort sem um er að ræða bein tengsl við erlenda ferðasala eða á ferðasýningum, til að kynna vöruframboðið.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

12:30 Léttur hádegisverður

13:00 Kynning Markaðsstofu Vestfjarða á hugmynd og tækifærum í vetrarferðaþjónustu

13:30 Árangurssögur fyrirtækja í vetrarferðamennsku

14:00 Umræður

14:30 Fundi slitið

Vinsamlegast fyllið út skráningarform, til þess að hægt sé að gera ráð fyrir fjölda í mat.

Hér má nálgast tengil á fundinn.