Fara í efni

Fundur um vestfirska efnahagsævintýrið í Skjaldborg

Fréttir Innviðir
Innviðafélag Vestfjarða boðar í dag til fundar um efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Fundurinn verður haldinn í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og hefst hann kl. 17.
 
Soffía Eydís Björgvinsdóttir hjá KPMG kynnir þar niðurstöður á greiningu á skatta- og samfélagsspori Vestfjarða sem unnin hefur verið fyrir Innviðafélag Vestfjarða.
Einnig mun Hjörtur Methúsalemsson hjá Arnarlaxi, fjalla um framtíðarsýn fiskeldis á Vestfjörðum til 2035. Í erindi sínu leitast hann við að svara hvernig líta efnahagsleg umsvif koma til með að líta út ef við byggjum atvinnulíf á Vestfjörðum til framtíðar og hvaða innviðir eru nauðsynlegir til að svo megi vera. 
 
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, stýrir fundinum.
 
Boðið verður upp á spurningar og umræður að framsögum loknum.