09. október 2020
Fréttir
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Fyrri degi Fjórðungsþings er lokið. Þingið er haldið í fjarfundi og um 50 manns sitja þingið. Þing af þessari stærðargráðu er býsna flókið tæknilega en þinghald hefur gengið vel og nánast verið laust við tæknivandamál. Það er einkum kosningakerfið sem er nokkuð snúið, þar sem fulltrúar á þinginu hafa mismikið vægi eftir því hversu margir íbúar eru á bak við þá. Samið hefur verið við íslenskt veffyrirtæki sem hefur forritað lausn á þessu.
Seinni dagur Fjórðungsþings hefst í fyrramálið á nefndastörfum, en að þeim loknum verður þing sett að nýju.