Nú hefur verið gefið út fyrsta tölublað af fréttabréfi Menningarráðs Vestfjarða. Fréttabréfið verður sent með fjölpósti inn á hvert heimili á Vestfjörðum til kynningar á Menningarráðinu og styrkjum þess, en jafnframt aðgengilegt hér á vefnum undir þessum tengli (pdf-skjal 760 kb).
Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að standa fyrir stuttu námskeiði í gerð styrkumsókna, þar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðbeinir um ýmis grundvallaratriði við gerð umsókna til Menningarráðsins og annarra aðila. Námskeiðin verða haldin á eftirtöldum stöðum:
23. sept. (þri), kl. 17:00 – Skor, Þekkingarsetur á Patreksfirði
24. sept. (mið), kl. 17:00 – Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði
25. sept. (fim), kl. 17:00 – Grunnskólanum á Reykhólum
26. sept. (fös), kl. 17:00 – Félagsheimilinu Sævangi, Ströndum