05. mars 2025
Fréttir
Sameiginleg fyrirlestraröð landshlutasamtakanna, Forvitnir frumkvöðlar, hélt áfram í gær og þar sagði Atli Arnarson frá notkun gervigreindar við gerð styrkumsókna. Fór hann yfir með hvaða hætti notkun gervigreindarlausna getur gagnast við umsóknaskrif í ólíka sjóði og nokkrar þær lausnir sem í boði eru. Atli sagði frá mikilvægi góðra skipana og leiddi í gegnum ferli sem sýndi hvernig það gæti litið út. Þá kom hann inn á takmarkanir gervigreindarinnar og ábyrga notkun þessarar ört vaxandi tækni.
Fyrirlestur Atla má horfa á hér: