Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Skurðhjúkrunarfræðingur

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða skurðhjúkrunarfræðing til starfa. Starfið er sveigjanlegt og fjölbreytilegt og yrði unnið á fleiri deildum stofnunarinnar en á skurðdeild en bakvaktir teknar í samvinnu við aðra skurðhjúkrunarfræðinga.

Hér er gott tækifæri fyrir skurðhjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi og vinna við fjölbreyttar aðstæður.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Möguleiki er á að stofnunin aðstoði við öflun íbúðarhúsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni á deildinni eru afar fjölbreytt. Fyrir utan almenna skurðstofuvinnu eru gerðar maga- og ristilspeglanir og móttaka á slysadeild. Hér er gott tækifæri fyrir reynslumikinn skurðhjúkrunarfræðing sem langar að breyta um umhverfi og vinna við fjölbreyttar aðstæður.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Sérnám í skurðhjúkrun

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afrit af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Ísafjarðarbær og Vestfirðir í heild er paradís útivistarfólks. Óvíða er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnorta náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri. Enginn tími fer í skutl og börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla. Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðar.

Starfshlutfall er 60-100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2025

Nánari upplýsingar veitir

Jóhanna Oddsdóttir, johannao@hvest.is

Sími: 450 4500

Þuríður Katrín Vilmundardóttir, thuridur@hvest.is

Sími: 4504500

Sækja um starf