Fara í efni

Höfðingleg gjöf til Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Fréttir
Minnismerki á Patreksfirði - ljósm. Arnar S. Jónsson
Minnismerki á Patreksfirði - ljósm. Arnar S. Jónsson

Tónlistarskóli Vesturbyggðar var endurvakinn nú á nýbyrjuðu ári og nú í byrjun febrúar færði Sparisjóður Vestfirðinga á Patreksfirði, Hljóðfærasjóð Tónlistarskólans 500.000 króna gjöf til kaupa og viðgerða á hljóðfærum skólans. Við afhendingu gjafarinnar kom fram í máli Jensínu Kristjánsdóttir útibússtjóra sjóðsins að hún vonaðist til að peningarnir kæmu í góðar þarfir og sagði það ákaflega gleðilegt að búið væri að ráða kennara við skólann. Hún bauð nýjan skólastjóra skólans sérstaklega velkomin til starfa í Vesturbyggð.

Skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, Elzbieta Anna Kowalczyk, þakkaði útibússtjóra fyrir stórkostlega gjöf til handa skólanum. Í máli hennar kom m.a. fram að hún vonaðist til að samvinna og samstarf við bæjarbúa í Vesturbyggð verði jákvætt og skemmtilegt í komandi framtíð því ,,að tónlistin og söngurinn eflir sálina”. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Jörundsson, tók undir þakkir til Sparisjóðsins og bauð nýjan skólastjóra og kennara velkomin til starfa.

Frá þessu var sagt á fréttavefnum www.patreksfjordur.is.