Í sérstakri umræðu um fjarskiptamál á Alþingi í dag, kom fram hjá innanríkisráðherra að fjármagni Fjarskiptsjóðs verði varið í uppbyggingu hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, þ.e. frá Súðavík að Brú í Hrútafirði. Fram kom að áætluð fjárhæð er um 300 mkr og því nægir ekki fjármagn Fjarskiptasjóðs en það er um 100 mkr á ári. Því hafa stjórnvöld leitað samstarfs við aðila sem hafa hag af uppbygginu ljósleiðara á Vestfjörðum s.s. fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki o.fl., að þeir komi að fjármögnun verkefnisins. Hér er um markverðan árangur að ræða en sem kemur eftir alltof langa bið, bið sem hefur valdið miklu tjóni fyrir vestfirskt atvinnulíf og samfélag á síðastu árum. Síðan er verkefni er lítur að uppbyggingu háhraðanets í dreifbýli og þar verður á sama hátt setja fram aukið fjármagn og markvissa áætlun um uppbyggingu.
Ánægjulegt var hve umræða endurspeglaði eindregin stuðning allra flokka og verður því að vænta að málið njóti stuðnings þegar fjárlög ársins 2015 og fjáraukalög 2014 verða afgreidd.