Fara í efni

Húsið - Ljósbrot frá Ísafirði

Fréttir

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Húsið - Ljósbrot frá Ísafirði eftir Hörpu Jónsdóttir. Harpa bjó lengi og starfaði á
Vestfjörðum, lengst á Ísafirði þar sem hún kenndi við grunnskólann. Þetta er önnur bók Hörpu, en hún fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002 fyrir Ferðina til Samiraka og sama ár var hún valin bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.

Sagan af húsinu segir fyrst og fremst frá fólkinu í kring um það, bænum og nánasta umhverfi. Höfundur bregður upp hlýlegum en jafnframt skarpskyggnum myndum af bæjarbrag og samfélagi á Ísafirði, séð með augum þess sem tilheyrir því - en þó ekki.

Fjöldi ljósmynda setur svip á verkið en þær eru bæði eftir höfund bókarinnar og aðra vestfirska ljósmyndara.