Umsóknaskrif voru til umfjöllunar í fyrirlestraröð landshlutasamtakanna Forvitnir frumkvöðlar á þriðjudaginn. Þar fjallaði Þórunn Jónsdóttir um málið af gríðarmikilli þekkingu og reynslu. Ræddi hún um hvað styrkumsóknir eiga sameiginlegt, óháð því hvaða sjóði er verið að sækja í og hvað þarf að hafa í huga svo meiri líkur séu til árangurs. Þórunn hefur á ferli sínum skrifað hundruð umsókna og þekkir því vel hversu snúið það getur reynst að semja góða umsókn.
Þórunn sagði mikilvægt að undirbúa sig vel: kynna sér úthlutunarreglur, skoða hverjir hafa fengið styrki áður, athuga hverjir sitja í fagráði og yfirfara matsblað viðkomandi sjóðs til að átta sig á því hverju er verið að leita eftir. Lykilþættir til árangurs segir hún vera afmörkun verkefna með skýrt upphaf og endi. Þá lagði Þórunn áherslu á mikilvægi þess að setja upp styrkjastefnu fyrir þá sem starfa á sviði nýsköpunar. Slík stefna þarf að innibera skýra framtíðarsýn, tilgang og markmið, jafnframt greiningu á fjárhagslegri þörf og aðgerðaráætlun.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og endaði á fjörugum umræðum, þar sem Þórunn svaraði öllum spurningum af mikilli skýrleika.
Smelltu hér til að nálgast upptöku af fyrirlestrinum.
Næsti fyrirlestur verður haldinn 4. mars kl. 12 og fjallar um notkun gervigreindar við umsóknarskrif.